„Nokkuð ljóst að Fossvogsbrú er ein mest spennandi breyting á samgöngum  í langan tíma“

Undanfarnar vikur hefur Morgunblaðið fjallað ítarlega og ítrekað um Fossvogsbrú, en kostnaður vegna þessarar ókláruðu brúar hefur rokið upp síðustu mánuði. Nú er gert ráð fyrir því að brúin muni á endanum kosta tæplega 9 milljarða króna. Sem er nokkuð meira en var áætlað í upphafi. Þá héldu menn að hún myndi kosta ríflega tvo milljarða.

Ýmsir Sjálfstæðismenn hafi svo notað tækifærið og lýst yfir áhyggjum sínum opinberlega vegna þessa. Þar á meðal eru Jón Gunnarsson og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, auk Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra í Kópavogi. Það má því vel segja að þessi ókláraða brú hafi fengið heldur neikvæða ásýnd í huga sumra vegna þessa.

En það á þó tvímælalaust ekki við um rithöfundinn Andra Snæ Magnason. Hann telur að þessi brú muni bylta samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. „Er ekki nokkuð ljóst að Fossvogsbrú sem færir Vesturbæ Kópavogs að minnsta kosti 5 km nær miðbæ Reykjavíkur er ein mest spennandi breyting á samgöngum höfuðborgarsvæðisins í langan tíma? Hvort sem flugvöllur fer eða ekki,“ skrifar Andri Snær á Facebook og birtir myndina sem sjá má hér fyrir neðan máli sínu til stuðnings.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí