Bugaðir Grindvíkingar kalla eftir styrk allra landsmanna

Ekki færri en þrjú hús eru brunnin í Grindavík eða farin undir eldhraun. Engin leið er að meta ástand annarra eigna eða framtíð bæjarins að svo stöddu. Ítarlega verður fjallað um málið á Samstöðinni í kvöld.

Jörð opnaðist á sunnudagsmorgun norðan Grindavíkur á langri sprungu og hraun fór að renna klukkan 7.57. Hluti gossins var innan varnargarða sem hafa sannað ágæti sitt.

Um hádegisbil í gær opnaðist önnur sprunga steinsnar frá bænum. Þegar hraun úr þeirri sprungu fór að vella inn í bæinn og kveikti í húsum raungerðist í huga bæjarbúa sem höfðu yfirgefið Grindavík fyrr um nóttina í rýmingu á vegum Almannavarna, að versta sviðsmynd allra sviðsmynda var veruleiki. Þess utan að engin slys hafa orðið á fólki í hamförunum um helgina.

Grindvíkingar hafa með æðruleysi um árabil sætt sig við jarðskjálfta og nálægð við jarðeldana, segjast orðnir örmagna eftir álagið og eyðilegginguna. Bæjarstjóri Grindvíkinga, Fannar Jónsson, sagði í gærkvöld að bæjarbúar væru nú brotnir, ekki bara beygðir. Fannar kallar eftir öllum mögulegum styrk stjórnvalda og almennings.

Morgunblaðið leggur alla forsíðu blaðsins undir eldgosið í morgun undir fyrirsögninni Svartur dagur. Ljóst er að atburðir gærdagsins eru í hópi hinna stærstu.

Samstöðin mun í Rauða borðinu ræða ítarlega við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing í kvöld um hraunganginn undir Grindavík, þar sem áhrif til skemmri og lengri tíma verða krufin. Þá verður rætt um framhald atvinnulífs í bænum, verkalýðsmál, viðbrögð stjórnvalda og fleira.

Bæði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra töluðu til Grindvíkinga og þjóðarinnar í ávörpum í gærkvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí