Ein elding á Suðurnesjum varð til þess að 30 bílslys urðu í Reykjavík   

Talið er að kveikjan að algjörum glundroða á götum Reykjavíkur nú síðdegis hafi verið elding sem sló niður í Suðurnesjalínu 1. Sú atburðarás bendir nokkuð sterklega til þess að pottur sé brotinn í orkubúskap á Íslandi. Í það minnsta hlýtur það að vera áhyggjuefni hve auðveldlega ein bilun getur dreift úr sér á stuttum tíma og valdið stórskaða

Eldingin varð til þess að Suðurnesjalínan leysti út milli Hamraness og Fitja. Þá strax varð straumlaust á öllum Reykjanesskaga. Rafmagn var þó áfram í Reykjavík. Menn voru frekar fljótir að laga það en þó að rafmagn sé komið á Suðurnesjum er enn víða heitavatnslaust.

En svo virðist þetta hafa ratað til Reykjavíkur. Háspennubilun í miðbænum varð til þess að rafmagn fór alveg víða í Reykjavík. RÚV fullyrðir að Veitur hafi „þurft að færa til átak“ vegna vandans á Suðurnesjum sem varð svo til þess að „útleysing varð á aðveitustöð við Sundhöll Reykjavíkur“.

Þetta var engin minni háttar bilun því allt rafmagn fór í mörgum hverfum og það nokkuð lengi. Þar með talið voru umferðarljósin. Þetta gerðist svo í mestu síðdegisumferðinni, í snjókomu. Ófremdarástand skapaðist eðlilega með tugum bílslysa.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí