Fjöldi pípulagningamanna fer í hús í í dag í Grindavík
Grindvíkingar hafa verið beðnir um að afhenda lykla að húsum sínum sem fyrst. Óskin er sett fram af hálfu Almannavarna til að hægt sé að fara inn í húsin og meta ástand hitakerfa húsanna. Vatni var í morgun komið á vesturhluta Grindavíkur.
Hætta hefur verið talin á alvarlegum skemmdum í húsunum eftir að eldhraun fór yfir lagnir og lamaði hitaveitu. Rannsókn húsanna í dag hefst vestan Víkurbrautar. Eru íbúar beðnir að skila lyklum sínum í Þjónustumiðstöð Almannavarna í Tollhúsinu Tryggvagötu eða húsnæði Brunavarna Suðurnesja.
Almannavarnir hafa fengið í lið með sér fjölda pípulagningamanna til að rannsaka ástand húsanna. Almannavarnir vinna hörðum höndum að því í samstarfi við HS veitur að koma heitu vatni sem víðast í kaupstaðnum.
Íbúafundur fer fram kl. 17:00 í dag í Laugardagshöll.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward