Ljósmyndarar verði að fá aðgang: „Þarf meira en vefmyndavélar til þess skilji hvað er undir“

Mikilvægar heimildir um Grindavíkurgosið hafa farið  að forgörðum því ljósmyndurum hefur verið bannað að koma nálægt bænum. Þetta segir ljósmyndarinn Kristján Logason en hann fullyrðir að það sé hagsmunamál allra að gosið sé sem best skrásett. Þó ekki vanti vefmyndavélar sem sýni gosið, þá segir Kristján að þær gefi skakka mynd af hörmungunum.

„Ein mynd segir meira en þúsund orð yfirvalda. Mikilvægi þess að atvinnuljósmyndarar og fréttamenn komist að svæðum þar sem atburðir gerast kristallast í þessari mynd frá Ragnari Th,“ segir Kristján á Facebook og deilir myndinni sem sjá má hér fyrir neðan. Til samanburðar má sjá mynd úr vefmyndavél hér fyrir ofan.

„Hann notaði dróna til verksins og þurfti að fljúga langt að á sama tíma og menn eru að athafna sig í jaðri eldgoss. Hversu margar myndir og hversu mörg heimildaraugnablik töpuðust vegna þess að fjölmiðlum er haldið í fjarlægð eins og börnum frá heitum potti. Til þess að almenningur skilji hvað er undir og hvað er í gangi þarf meira en vefmyndavélar. Fyrir mig þá segir þessi eina mynd meira en mestallt streymi dagsins og fleiri myndir frá Arctic-Images skýra betur en nokkuð annað afstöðu hrauns, gjár og húsa. Ein mynd getur sagt meira en þúsund orð yfirvalda sem hafa engan skilning á mikilvægi ljósmyndunar,“ segir Kristján.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí