Sjaldan hefur verið meiri óvissa í sögu Íslands en nú hvar búseta telst örugg á suðvesturhorninu.
Stjórnvöld þurfa að gera ráð fyrir að hraunkvika komi upp á svæðum nærri byggð höfuðborgarinnar.
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að skjálftahrina síðustu daga suðaustur af Reykjavík sé til marks um að eldstöðvakerfi kennt við Brennisteinsfjöll sé orðið virkt.
Í Morgunblaðinu segir Þorvaldur að fyrirbyggjandi aðgerðir séu mikilvægar sem og nýjar áætlanir. Ekki dugi að líta á alvöru málsins sem aukaverkefni.
Umbrotin neðanjarðar á Reykjanesskaganum gætu staðið yfir í áratugi, jafnvel árhundruð.
Þótt Grindavík hafi orðið verst úti hingað til segja jarðvísindamenn erfitt að spá fyrir um framhaldið. Þeir hvetja til aðgerða og áætlana.
Heiðmörk og Bláfjöll eru tvö dæmi um fjölsótta staði þar sem dregið gæti til tíðinda.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward