Samstaða lækna með Tómasi snýst um samstöðu gegn afleiðingum – Skúli starfar enn grunaður um sex manndráp

Það er stundum sagt að sagan endurtaki sig ekki en hún eigi það til að ríma. Það má með sanni segja að tvær fréttir, önnur frá því í dag og hin frá janúar í fyrra. Landsmönnum hefur verið sagt frá plastbarkamálinu alræmda svo að segja með reglulegu millibili frá því að það komst upp, hvort sem það var í dagblöðum fyrst um sinn, svo í Kastljósi eða sænskum rannsóknarblaðamennskuþáttum. Netflix tókst þó það sem hinum miðlunum mistókst, að það hefði afleiðingar fyrir þá sem báru ábyrgð.

Aðkoma Tómasar Guðbjartssonar að málinu hefur nokkurn veginn legið fyrir frá upphafi, en fyrst nú virðist það ætla að verða honum verulega óþægilegt. Sakfelling í Svíþjóð í málinu hefur vafalaust líka haft áhrif á það. Í dag var greint frá því að Tómas hefði að eigin sögn óskað eftir að fara í leyfi vegna málsins. Gífurlega skiptar skoðanir eru um málið meðal lækna. Það er í raun ekkert svo óeðlilegt að starfstétt sem þarf sífellt að verja sig gagnvart ásökunum, bæði í grafalvarlegum og smávægilegum málum, endi oft á því að verða meðvirk með þeim sem eru í raun skaðvaldar. Þannig eru stéttarfélög lögreglunnar í Bandaríkjunum oft hörðustu andstæðingar umbóta þar.

En nú virðast læknar á Íslandi skiptast í fylkingar vegna málsins. Þeir sem sýna samstöðu og samúð með Tómasi og vísa í að það sé svo „flókið og erfitt viðureignar“. En svo er hinn hópurinn sem vill standa með sjúklingnum. Sá hópur segir að Tómas verði að sæta ábyrgð fyrir þátt sinn í plastbarkamálinu‘. Sumir hneykslast á því að Tómas sé nú kominn í leyfi, einungis því það er að eigin ósk.

En næstum akkúrat ársgömul frétt sýnir ágætilega að læknar eru í vanda hvað svona mál varðar. Sú frétt sagði frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson væri snúinn aftur úr leyfi og kominn aftur til starfa á Landspítalanum. Hann er grunaður um að hafa valdið dauða níu sjúklinga á á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Nýjustu fréttir af því máli er að það fer enn sína hefðgöngu leið í gegnum líklega eitt óskilvirkasta dómskerfi heims, það íslenska. Í ljósi sögunnar er líklegast að það fari ekki fyrir dómara fyrr en eftir eitt, tvö ár í viðbót. Ef það fer á annað borð svo langt. Og á meðan starfar Skúli Tómas enn á Landspítalanum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí