Sigurvegari Söngvakeppninnar mun ráða hvort Ísland sniðgangi Eurovison

Stjórnendur RÚV hafa fundið fyrirkomulag þar sem þeir komast nánast alveg hjá því að þurfa að taka sjálfir afstöðu gagnvart því hvort Ísland ætti að sniðganga Eurovision vegna þátttöku Ísrael. Sú ábyrgð er nú komin á herðar sigurvegara Söngvakeppninnar. Það má því segja að Söngvakeppnin verði því hálfgerð þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland sniðgangi keppnina í ár.

Fyrr í dag tilkynnti Stefán Eiríksson útvarpsstjóri að lokaákvörðun um þátttöku verði tekin að lokinni Söngvakeppninni. Það verði gert í samráði við sigurvegarann, segir á RÚV, en af samhengi má skilja það svo að sigurvegarinn ráði. Í frétt RÚV kemur nokkuð skýrt fram að þetta sé gert til að öll ábyrgð á mögulega umdeildri ákvörðun verði tekin af einhverjum sem starfar ekki í Efstaleiti. Þar segir:

„Aðspurðir um pressu á sigurvegara Söngvakeppninnar, að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision eða ekki, sögðu þeir að það sé pressa á öllum. Mikilvægt sé þó að undirstrika að það er ekki RÚV sem mótar utanríkisstefnu og þar af síður mögulegur keppandi Íslands í Eurovision.“

Hvað sem þessu líður þá verður lokaákvörðun um hvort Ísland sniðgangi Eurovison vegna þátttöku Ísrael ekki tekin fyrr en um miðjan mars, þegar Söngvakeppninni lýkur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí