Spyr hvort eldgosin rústi Íslandi sem ferðamannastað

Óvíst er hvort náttúruhamfarir sem fylgja Reykjanesvirkninni hafi mikil áhrif á bókanir erlendra ferðamanna hingað til lands næstu mánuði eða misseri.

Vísbendingar eru um að neikvæð áhrif hafi orðið á sókn túrista hingað til lands. Fréttir hafa verið skrifaðar í erlendum fjölmiðlum sem draga upp dökka mynd af ástandinu. Þótt engar ýkjur væru í fréttaflutningi er kannski ekki skrýtið að fólk sem hyggst heimsækja landið finni ekki fyrir algjöru öryggi. Því sama kann að eiga við um hugarástand sumra íbúa.

Jarðvísindamenn ræða ýmsar sviðsmyndir í grennd við höfuðborgarsvæðið, þar sem hvert kerfið á fætur öðru virðist vera að fara í gang undir yfirborði jarðar. Flestir eru sammála um að það sé ábyrg umræða. Eigi að síður má greina smástress í röðum þeirra sem hafa atvinnu af ferðamennsku hér á landi og þegar eru einhver dæmi um að erlendar ferðaskrifstofur hafi aflýst ferðum hingað til lands.

Þórarinn Leifsson leiðsögumaðurog rithöfundur sem skrifaði satíru um massatúrisma undir heitinu Út að drepa túrista, skrifar á facebook að ferðaskrifstofa í Kosta Rica hafi haft samband við sig nýlega gagngert til að kanna hvort þeim væri óhætt að senda ferðamenn til Íslands.

Viku áður hafi hópur frá sama heimshluta aflýst ferð svo að segja um leið og fréttir bárust frá Grindavík.

„Núna er ég að heyra að stór skrifstofa sem sérhæfir sig í bandarískum ferðamönnum sé að selja ferðir hægar en síðasta sumar og er það einnig rakið til gosóróa,“ skrifar Þórarinn.

Hann segir milljón dollara spurninguna hvort þessi batterí sem eigi að horfa á stóru myndina (Íslandsstofa og SAF) séu búin að átta sig og reyni að miðla réttum upplýsingum héðan.

„Upplýsa þarf túristatorfuna um að við séum ekki að stikna í helvíti hérna,“ segir Þórarinn og deilir frétt Sun um eldgosið í Grindavík með einkenni æsifréttar.

„Hvað er eiginlega í gangi? Erum við búin að vera í bili?“

Spyr Þórarinn.

Sjá frétt Sun hér: Lava MELTS town in Iceland in ‘worst case scenario’ as horror drone footage shows molten rock set homes alight | The Sun

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí