Stöð 2 sýnir danska þætti sem gera Sigga hakkara að rómantískri hetju: „Ógeðfelld lágkúra“

„Vona svo sannarlega að það sé ekki einn einasti Íslendingur sem kemur nálægt þessari ógeðfelldu lágkúru. Sé svo má viðkomandi hafa ævarandi skömm fyrir. Þetta er hneisa.“

Þetta sagði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, árið 2021 um dönsku kvikmyndina, sem síðar varð þáttaröð, A Dangerous Boy. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi komið að þáttunum. Fyrr en nú, því Stöð 2 hyggst sýna þessa þætti þann 14. janúar. Efni þáttanna gæti varla verið vafasamara því þar er dæmdur íslenskur barnaníðingur gerður að hetju, að sögn Kristins. En Sigurður Ingi Þórðarson, Siggi hakkari, verður aldrei hetja, hvort sem Danir segja það eða ekki.

„Þetta er sem sagt saga Sigurðar Inga Þórðarsonar sem er svona „hjartnæm“ að mati kvikmyndagerðarmannanna en samkvæmt öllu hefur ókláraða verkefnið þegar verið keypt af danska ríkissjónvarpinu (DR) og styrkt af danska kvikmyndasjóðnum,“ sagði Kristinn þegar umræða um myndina hófst fyrir nokkrum árum. Hann hélt svo áfram:

„Þetta er sum sé sagan af siðblinda óberminu sem hefur valdið ómældum skaða hjá fjölda ungra drengja sem hann níddist á með kynferðisofbeldi og öðru líkamlegu og andlegu ofbeldi. Einn þessara ungu manna steig nýverið hetjulega fram í viðtali, skilaði skömminni og sagði frá áralangri baráttu við að ná sér eftir ofbeldið. Sigurður byrjaði að nálgast hann 14 ára. Annar ungur maður sem lenti í honum er ekki til frásagnar. Hann svipti sig lífi.“

Þegar Kristinn gagnrýndi þessa heimildarmynd svo harðlega fyrir tveimur árum þá stóð til að sýna hana í danska ríkissjónvarpinu árið 2022. Myndin hafði þá þegar verið keypt ókláruð af kvikmyndagerðarmönnunum Søren Steen Jespersen og Ole Bentzen. En svo virðist sem ríkisútvarpið hafi séð í hvað stefndi og ákveðið að sýna hana ekki. DV greindi frá því um þetta leyti að kynningarsíða um heimildarmyndina hafi verið fjarlægð af heimasíðu danska ríkissjónvarpsins.

Ef myndin var sýnd á annað borð í Danmörku, þá hefur það verið gert í kyrrþey, því enga umfjöllun um myndina má finna hið ytra, og í raun hvergi. Engin IMDB-síða og einu fréttirnar um kvikmyndagerðarmennina fjalla um ný eða önnur verkefni þeirra. Fyrir utan kynningarsögu Stöðvar 2, þá er eiginlega ekkert um hana að finna nema á söluvef fyrir heimildarmyndir. En þar er fullyrt að fimm sjónvarpsstöðvar hafi komið að framleiðslu: DR, NRK, SVT, VPro og Stöð 2.

En gæti verið að kvikmyndagerðarmennirnir hefðu breytt myndinni eftir ábendingar Kristins hér um árið? Ekki má ætla að það ráði lýsingu verksins á fyrrnefndri síðu, sem hljóðar svo á ensku:

„Sigurdur Thordarson, known as Siggi, becomes a hacker at 12, exposing Icelandic bank corruption at 14. Branded the „teenage whistleblower,“ he joins WikiLeaks in 2010, mentored by Julian Assange. Siggi leaks globally, but clashes with Assange, prompting him to spy for the FBI at 18. This tale weaves paranoia, hacking, and friendship, portraying Siggi’s turbulent journey from trust to betrayal, revealing a heart-wrenching coming-of-age narrative.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí