Herforingjastjórnin í Búrkína Fasó hefur í auknum mæli rænt aðgerðarsinnu, mótmælendum og pólitískum andstæðingum sínum, í tilraunum til að kveða niður friðsamlegt andóf gegn stjórninni.
Mannréttindavaktin greinir frá þessu. Frá því í nóvember síðastliðnum hafa óþekktir menn rænt í það minnsta sex aðgerðarsinnum og stjórnarandstæðingum í höfuðborg landsins, Ouagadougou. Mannshvörfin vekja verulegar áhyggjur og Mannréttindavaktin krefst þess að yfirvöld í landinu um að leysa úr haldi þá sem rænt hefur verið, að stöðva ofbeldisfullar herkvaðningar og draga þá seku fyrir dóm.
Herforingjastjórnin hefur sífellti grimmilegri aðferðum til að refsa og þagga niður í gagnrýnendum sínum og pólitískum andstæðingum, að því er Mannréttindavaktin segir. Síðast á þriðjudag fyrir viku rændu vopnaðir menn í borgaralegum klæðum aðgerðarsinnanum Rasmané Zinaba af heimili sínu í höfuðborginni og óku með hann á brott. Daginn eftir, miðvikudag, var hið sama uppi á tenginunum þegar Bassirou Badjo, aðgerðarsinna sem tilheyrir sömu samtökum og Zinaba, var rænt af skrifstofum mannúðarmála ráðuneytis Búrkína Fasó.
Herforingjastjórnin gaf í nómvember út herkvaðingu sem að sögn á að vera hluti af áætlun um að endurheimta landssvæði úr höndum íslamskra uppreisnarmanna, en þeir hafa um helming Búrkína Fasó á valdi sínu. Herkvaðningin byggir á tilskipun frá því í apríl, en þau lög veita forseta landsins fast að því allsherjarvald til að grípa til hverra þeirra aðgerða sem honum þykir hæfa kunna til að berjast gegn uppreisnarmönnum. Þar á meðal að grípa til þvingaðrar herkvaðningar, að gera vörur og eignir upptækar og að takmarka borgaraleg réttindin.
Mannréttindasamtök, innlend jafnt sem erlend, hafa fordæmt tilskipunina, og fjölmiðlar og verkalýðssamtök sömuleiðis. Halda þau því fram að tilskipunin verði, og hafi verið, notuð til að þagga niður í friðsamlegu andófi. Þá segja samtökin tilskipunina ólöglega, hún brjóti gegn gildandi lögum.