Aðildarríki NATO auka framlög til varnarmála

Búist er við að 18 af 31 aðildarríkjum NATO muni á þessu árin því markmiði að leggja að minnsta kosti 2 prósent af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Það er sexföldun frá árinu 2014 þegar aðeins þrjú ríki náðu því marki.

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sem nú sækist eftir útnefningu sem frambjóðandi Repúblikanaflokksins fyrir næstu forsetakosningar, lýsti því á kosningafundi um síðustu helgi að hann hvetti Rússa til að haga sér eins og þeim sýndist gagnvart hverju því NATO ríki sem ekki uppfyllti markmið um 2 prósent framlag til varnarmála. Með orðum sínum þótti Trump draga úr gagnkvæmum varnarskyldum aðildarríkja NATO, um að koma hverju því aðildarríki sem sætti árásum til varna. 

„Allar hugmyndir um að bandamenn verji ekki hvern annan grafa undan öryggi okkar allra, þar með talið Bandaríkjanna, og stofna bandarískum og Evrópskum hermönnum í aukna hættu,“ sagði Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATA síðastliðinn mánudag. 

Í gær viðurkenndi Stoltenberg þó að gagnrýni á þau aðildarríki sem ekki uppfylltu markmið um framlög til varnarmála ættu að einhverju leyti rétt á sér. 

NATO ríkin hétu því fyrir áratug síðan að auka framlög sín til varnarmála upp í 2 prósenta markið til að jafna byrðarnar milli aðildarríkjanna. Það hefur þó gengið hægt og brösulega fyrir þjóðirnar allar að ná því markmiði. 

Ísland er þó undanskilið þessum kröfum enda ríkir skilningur á því innan bandalagsins að Ísland er herlaust land. Framlög Íslands hafa hingað til ekki náð 0,1 prósenti af landsframleiðslu 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí