Nú er sú tíðin að nær annar hver Íslendingur býr eða ferðast til Spánar. Því fylgir að sumir verða svo óheppnir að slasast eða veikjast og þurfa þá að leita á náðir spænska heilbrigðiskerfisins. Samanburðurinn við það íslenska er oft sláandi en þó Ísland eigi að vera ríkara þjóðfélag, þá er nokkuð ljóst að það heilbrigðiskerfið hér á landi beri ekki þess merki.
Munurinn verður varla meira sláandi en sá sem Oddur Magnús greinir frá á Facebook. Hann segir að eiginkona sín, Fanney Gísladóttir, hafi þurft að bíða sárkvalin í viku eftir þjónustu og stóð frammi fyrir því að þurfa að bíða enn lengur. Þau létu ekki bjóða sér það lengur og fóru því til Spánar. Þrem tímum síðar var hún komin í aðgerð. Oddur Magnús birtir mynd af Fanney og skrifar:
„HAllÓ ER ÞETTA VIRKILEGA RAUNVERULEIKINN Í DAG?! Konan mín fór til Íslands og var svo óheppin að fótbrotna í hálku á fyrsta degi. Var flutt með sjúkrabíl á slysadeild og ljós kemur að hún er ílla brotin. Hún er sett í bráðabirgða gips og sagt að fara heim. Eftir að vera búin að liggja brotin og mikið kvalinn í viku heima hjá vinafólki og enþá að bíða eftir því að komast í aðgerð var haft samband við spítalann, NEi ÞÚ ERT EKKI EINUSINI KOMIN Á BLAÐ MÍN KONA GAFST UPP og flaug beint heim til Spánar og er komin í aðgerð aðeins 3 tímum síðar.