Brasilíuforseti líkir framferði Ísraela á Gaza við helförina 

Luiz Inácio Lula da Silva Brasilíuforseti segir árásarstríð Ísraela á Gaza-ströndinni vera þjóðarmorð. Það sagði forsetinn í ávarpi á fundi Afríkubandalagsins í höfuðborg Eþíópíu, Addis Ababa, í gær. Ísraelsk stjórnvöld hafa brugðist við með því að kalla sendiherra Brasilíu til fundar vegna ummælanna, sem sögð eru „skammarleg og alvarleg“. 

„Það sem er verið að gera Palestínumönnum á Gaza-ströndinni á sér enga hliðstæðu í sögunni. Reyndar, hið sama gerðist þegar Hitler ákvað að myrða gyðingana,“ sagði da Silva í ávarpi sínu. 

Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels brást við orðum da Lula á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, og sagði að forsetinn væri með orðum sínum að gera lítið úr helförinni og skaða gyðinga, sem og að ráðast að rétti Ísraela til að verja sig. Það að „bera Ísrael saman við helför nasista og Hitler væri að fara yfir línuna“. 

„Ísrael berst til að verja sig og til að tryggja framtíð sína þar til fullnaðarsigur vinnst og samhliða fer Ísrael að alþjóðalögum,“ bætti Netanyahu við. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí