Egyptar reisa vegg við landamærin að Gaza – Búa sig undir fjöldaflótta 

Gervihnattamyndir sýna gríðarlegar framkvæmdir Egypta meðfram landamærunum að suðurhluta Gaza. Jarðýtum og öðrum jarðvinnutækjum er þar beitt til að hreinsa ríflega 20 ferkílómetra ferkantað svæði. Þá er verið að reisa margra kílómetra langan, fimm metra háan vegg meðfram landamærunum við umrætt svæði. Talið er líklegt að Egyptar séu með þessu að undirbúa svæði til að reisa flóttamannabúðir fyrir Palestínumenn sem muni flýja yfir landamærin þegar og ef Ísraelar ráðast inn í borgina Rafah af landi. 

Sínaí mannréttindastofnunin hefur greint frá þessu en stofnunin aflaði gervihnattamynda sem sýna framkvæmdirnar. Yfirvöld í Kaíro, höfuðborg Egyptalands, hafa þegar aukið verulega við viðveru herliðs á landamærunum að Gaza með brynvörðum farartækjum og tugum skriðdreka. Egyptar óttast að flóðbylgja flóttafólks yfir landamærin muni kollvarpa jafnvægi á Sínaí-skaganum, sem er nógu viðkvæmt fyrir. Þar börðust Egyptar í áratug við íslamska uppreisnarmenn. 

Þá vilja Egyptar samkvæmt heimildum erlendra miðla ekki heldur að Palestínumenn flýji unnvörpum inn á Sínaí-skagann af pólitískum ástæðum. Þeir vilji ekki verða samsekir í því sem Abdel Fatah El-Sisi forseti Egyptalands lýsir sem varanlegu brotthvarfi Palestínumanna frá Gaza, þjóðernishreinsun svæðisins. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí