„Þetta snýst um hvenær sama spennustigi verður náð og í síðasta atburði. Það er talið skilyrði fyrir að eittvað gerist,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofunni í samtali við Samstöðina.
Vísindamenn telja eftir fund í morgun að annað eldgos gæti brotist upp á Reykjanesi innan viku. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi er í fullum gangi. Rúmmál kviku nálgast það sem var þegar síðast gaus. Ef ekki mun gjósa verður að líkindum kvikuhlaup undir yfirborðinu.
Hallór telur óvarlegt að svo stöddu að staðhæfa hvort líklegast sé að næsta gos verði í námunda við eldana síðast. Þá rann hraun rann yfir hús í Grindavík og vakti heimsathygli. 4.000 íbúar þorpsins hafa misst heimili sín auk þess sem opin sprunga kostaði mannslíf.
Fleiri kerfi undir yfirborðinu virðast hafa rumskað en jarðeldar á Reykjanesi gætu staðið árhundruðum saman. Þótt jarðvísindamenn telji ólíklegt að eldgos brjótist upp innan höfuðborgarsvæðisins gæti hraun flætt yfir byggðir í jaðri höfuðborgarþéttbýlisins. Þá gæti verið von á mjög öflugum jarðskjálfta.
Kallað hefur verið eftir frekari áætlunum og undirbúningi innviðaframkvæmda svo sem varnargörðum.