Eldgos líklegt á næstu dögum

„Þetta snýst um hvenær sama spennustigi verður náð og í síðasta atburði. Það er talið skilyrði fyrir að eittvað gerist,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofunni í samtali við Samstöðina.

Vís­inda­menn telja eftir fund í morgun að annað eldgos gæti brotist upp á Reykjanesi innan viku. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi er í fullum gangi. Rúmmál kviku nálgast það sem var þegar síðast gaus. Ef ekki mun gjósa verður að líkindum kvikuhlaup undir yfirborðinu.

Hallór telur óvarlegt að svo stöddu að staðhæfa hvort líklegast sé að næsta gos verði í námunda við eldana síðast. Þá rann hraun rann yfir hús í Grindavík og vakti heimsathygli. 4.000 íbúar þorpsins hafa misst heimili sín auk þess sem opin sprunga kostaði mannslíf.

Fleiri kerfi undir yfirborðinu virðast hafa rumskað en jarðeldar á Reykjanesi gætu staðið árhundruðum saman. Þótt jarðvísindamenn telji ólíklegt að eldgos brjótist upp innan höfuðborgarsvæðisins gæti hraun flætt yfir byggðir í jaðri höfuðborgarþéttbýlisins. Þá gæti verið von á mjög öflugum jarðskjálfta.

Kallað hefur verið eftir frekari áætlunum og undirbúningi innviðaframkvæmda svo sem varnargörðum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí