Forsetakosningum í Senegal frestað – Mótmæli barin niður með táragasi

Mótmælum í Dakar, höfuðborg Senegal, síðastliðinn sunnudag var mætt með táragasi og fjöldahandtökum lögreglu. Mótmælin voru viðbragð almennings við frestun sitjandi forseta, Macky Sall, á komandi forsetakosningum sem fram áttu að fara 25. þessa mánaðar. Senegalska þingið samþykkti að fresta kosningunum fram í desember. Sjónvarpsútsendingar voru rofnar, þegar sýnt var beint frá mótmælunum, og lokað fyrir netsamband. 

Al Jazeera greinir frá því að leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafi hafnað frestuninni og hvatt almenning til mótmæla til að verja lýðræði í landinu. Mómælendur kveiktu elda fyrir utan þinghúsið í Dakar og hrópuðu slagorð á borð við „Sall er einræðisherra“, eftir því sem The Guardian greinir frá. Mótmælendum var hins vegar mætt af óeirðalögreglu með táragas og kylfur. Fjöldi mótmælenda var tekinn höndum, meðal þeirra voru Aminata Toure, fyrrverandi forsætisráðherra Senegals, og Anta Babacar Ngom, sem er frambjóðandi til forsetaembættisins. 

Kjörtímabil Salls forseta rennur út í byrjun apríl og er honum óheimilt að bjóða sig fram að nýju. Hann tilkynnti á laugardaginn að kosningarnar færu ekki fram og nýtti óeiningu um hverjir væru í kjöri sem átyllu. Framboð fjölda stjórnarandstæðinga hafa ekki verið samþykkt, meðal annars framboð stjórnarandstöðu leiðtogans Ousmane Sonko, en hann nýtur mikil stuðnings yngra fólks í Senegal. 

Samskiptaráðuneytið senegalska lokaði þá fyrir þráðlaust internetsamband á stórum svæðum með þeim rökum að koma þyrfti í veg fyrir „hatursfull skilaboð og undirróður á samfélagsmiðlum í tengslum við hótanir á röskun allsherjarreglu,“ að því er CNN greinir frá. 

Óttast er að ákvörðunin verði eldur á pólitískan óstöðugleika sem ríkt hefur í Senegal síðustu misseri og ár. Endurtekið hafa brotist út mótmæli vegna hugsanlegra fyrirætlana Sall um að bjóða sig fram þriðja kjörtímabilið.

Talsmaður António Guterres aðalritara Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir að fylgst væri mjög grannt með þróun mála í Senegal. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí