Fullyrt að Trump muni draga Bandaríkin út úr NATO komist hann aftur til valda

Fjölmargir fyrirverandi embættismenn í Hvíta húsinu og í æðstu lögum bandarískrar stjórnsýslu fullyrða að verði Donald Trump kjörin í embætti forseta á ný muni hann draga Bandaríkin út úr NATO. 

Frá þessu er greint í væntanlegri bók blaðamannsins Jim Sciutto, The Return of Great Powers, sem kemur út 12. mars næstkomandi. Hefur Sciutto meðal annars eftir John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa á valdatíð Trump, að NATO samstarfið verði í stórhættu. „Ég held að hann muni reyna að draga sig út,“ er haft eftir Bolton í bókinni, samkvæmt frétt CNN.

Um liðna helgi var greint frá því að Trump hefði á kosningafundi lýst því að hann hefði þegar hann sat í embætti forseta lýst þeirri skoðun sinni að Rússum væri frjálst að gera „hvern fjandann“ sem þeim sýndist þegar kæmi að NATO-ríkjum í Evrópu, ef þau hin sömu ríki leggðu ekki til nægjanlegt fjármagn til NATO-samstarfsins. 

Í bókinni er greint frá því að fjöldi fyrrverandi ráðgjafa og samstarfsmanna Trump vari við því að hann muni, verði hann kjörinn forseti að nýju, leitast við að segja Bandaríkin formlega úr NATO samstarfinu. Bæði er vísað til nafngreindra og ónafngreindra heimildarmanna í bókinni. Sciutto greinir frá því að háttsettir menn innan stjórnsýslunnar hafi greint honum frá því að Trump hafi ekki verið fjarri því í forsetatíð sinni að draga Bandaríkin út úr NATO, strax þá. 

Haft er eftir John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, að Trump hafi jafnframt sömu afstöðu til varnarsamninga Bandaríkjanna við Suður-Kóreu og Japan. „Hann sá engan tilgang með NATO,“ er haft eftir Kelly og jafnframt að Trump hafa verið mjög andsnúinn því að Bandaríkin héldu úti herafla í Asíuríkjunum tveimur. 

„Hann taldi að Pútín væri í lagi og að Kim (Jong Un) væri í lagi, og við hefðum jaðarsett Norður-Kóreu. Í hans huga værum við bara að ögra þessum mönnum. Ef NATO væri ekki til staðar, þá myndi Pútin ekki haga sér eins og hann gerir.“

Þá telja margir viðmælendur Sciutto að komist Trump til valda að nýju muni það þýða að hann muni stöðva allan stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí