Grískir bændur lama Aþenu

Mótmæli grískra bænda lömuðu Aþenu, höfuðborg Grikklands, í gær en tugir þúsunda bænda söfnuðust saman til mótmæla framan við gríska þingið. Margir þeirra komu akandi á dráttarvélum sínum. Sýndu bændur reiði sína vegna nýlegra yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar um að engan frekari stuðning við bændur væri að hafa úr þeirri átt. 

Grískir bændur kvarta undan erlendri samkeppni og þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að lækka verð á landbúnaðarafurðum. Þeir krefjast þess þá að fá tjón sem varð á uppskeru þeirra í flóðum í landinu í september síðastliðnum að fullu bætt. 

Forsætisráðherrann gríski, Kyriakos Mitsotakis, bauð fram stuðning til handa bændum í síðustu viku, í formi þess að orkureikningar yrðu lækkaðir næsta áratuginn. Það tilboð dró þó lítt úr reiði bænda og kom ekki í veg fyrir að þeir streymdu til höfuðborgarinnar til mótmæla. 

Verðbólga í Grikklandi er há, og ódýrar landnúnaðarafurðir innfluttar frá ríkjum utan Evrópusambandsins hafa þrengt að bændum. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí