Heitavatnsæð gæti farið á sundur á Suðurnesjum síðar í dag vegna eldgossins.
Almannavarnir hafa lýst yfir sérstöku hættuástandi á öllum Suðurnesjum vegna yfirvofandi heitavatnsskorts. Suðurnesjamenn gætu misst heita vatnið ekki skemmri tíma en þrjá daga og mögulega lengur.
Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir að mögulega raungerist versta sviðsmynd í þessum efnum. Hraunið renni mjög hratt til vesturs. Það myndi tungu sem ógni lögninni. Þótt unnið sé við varnargarða viti enginn hvernig sú barátta fer.
Íbúar á Suðurnesjum eru nú þegar hvattir til að spara vatn og gera ráðstafanir. Kalt er í veðri.
„Suðurnesjamenn ættu að undirbúa að við gætum verið að missa heita vatnið,“ segir Víðir.
Fréttir um verða uppfærðar um þessa nýjustu ógn en fyrir ríflega kukkustund fór hraun að renna yfir Grindavíkurveg.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.