Hraun runnið yfir Njarðvíkuræð og fólki skipað burt vegna gasmengunar

Hraun er runnið yfir heitavatnslögnina, svokallaða Njarðvíkuræð fyrir vatn frá Svartsengi að Fitjum í Reykjanesbæ.

Atburðarásin er hraðari en nokkur sá fyrir eftir því sem fram kemur hjá Almannavörnum. Horfir í alvarlegan skortu á heitu vatni, jafnvel dögum saman, meðal íbúa á fjölmennum svæðum Suðurnesja.

Mikinn strók leggur frá lögninni. Fréttamönnum á svæðinu hefur verið vísað burt vegna gasmengunar.

Almannavarnir hvetja íbúa á Reykjanesi að bíða með að hefja rafkyndingu eins lengi og hægt er. Íbúar og fyrirtæki eru beðnir um að lækka í hitakerfum í húsum sínum og ekki nota heitt vatn til böðunar í sturtu, baði eða heitum pottum. Er það gert til að spara heitt vatn. Mikilvægt er að allir leggist á eitt.

Heitavatnslaust gæti orðið í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík og Vogum.

Í markvissum sparnaði endast miðlunartankar væntanlega í 6 til 12 klukkustundir. Miðað við hefðbundna daglega notkun endast tankarnir í 3 til 6 klukkustundir.

Tímalengd heitavatnsleysisins er óljós á þessari stundu, segja Almannavarnir. Unnið er hörðum höndum að því að koma bráðabirgðalausn í gagnið.

Mynd: Víkurfréttir

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí