Ísraelar nota hörmungarnar á Gaza til að draga athygli frá áframhaldandi landráni

Ísraelska dagblaðið Haaretz greinir frá því að ísraelsk stjórnvöld nýti sér stríðið á Gaza til að breiða yfir frekari uppbyggingu landránsbyggða á palestínsku landi á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem. Samkvæmt Ir Amim samtökunum ísraelsku, sem meðal annars vakta uppbyggingu landránsbyggða, hafa framkvæmdir við 17 landránsbyggðir hafist frá 7. október. Allt í allt er um að ræða uppbyggingu 8.000 íbúða. 

Að minnsta kosti 42 Palestínumenn féllu í sprengjuregni ísraelska flughersins á Rafah, síðustu borgina á Gaza-ströndinni sem Ísraelar hafa ekki hertekið. Fjöldi flóttafólks í borginni fer sívaxandi þrátt fyrir stanslausar sprengjuárásir. Nú eru um það bil 1,4 milljónir Palestínumanna í borginni og þar af um helmingur börn. 

Ísraelski herinn sækir staðfastlega í suðurátt á Gaza-ströndinni og hyggur á innrás á landi inn í Rafah. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Bandaríkin og Arababandalagið hafa öllu biðlað til Ísraela um að láta ekki verða af fyrirhuguðum landhernaði. Ef ísraelski herinn ræðst á borgina muni það valda mannúðarkrísu af áður óþekktum skala og enda með óheyrilegu blóðbaði óbreyttra borgara. Palestínumenn í Rafah geti hvergi flúið. 

Þá hafa Hamas-samtökin lýst því að ráðist Ísraelar á Rafah af landi muni það binda enda á allar viðræður um lausn gísla í haldi samtakanna. 

Að minnsta kosti 112 Palestínumenn hafa fallið síðasta sólarhringinn á Gaza. Yfir 28 þúsund Palestínumenn eru nú fallnir og tæplega 68 þúsund særðir síðan Ísraelar hófu árásarstríð sitt á Gaza 7. október. 

Ísraelski herinn hefur haldið Al-Amal sjúkrahúsinu í borginni Khan Younis í herkví svo vikum skiptir. Palestínski Rauði hálfmáninn hefur nú greint frá því að að Ísraelar hafi komið í veg fyrir að súrefniskútar séu fluttir á sjúkrahúsið í yfir vikutíma. Það hafi valdið dauða þriggja sjúklinga. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí