Ísraelar skutu tugi Palestínumanna til bana þar sem þeir biðu eftir mataraðstoð

Ísrealski herinn skutu tugi Palestínumanna til bana þar sem þeir biðu eftir mataraaðstoð. „Við fórum til að fá hveiti. Ísraelski herinn skaut okkur,“ sagði vitni að árásinni. Gaza-ströndin öll er á barmi hungursneyðar. Sjö börn hafa dáið á sjúkrahúsi í norðurhluta Gaza af völdum vannæringar. 

Fréttaritari fréttastofu Al Jazeera greinir frá því að tugir séu látnir eða særðir eftir að ísraelski herinn skaut á hóp fólks sem beið eftir mataraðstoð suðvestur af Gazaborg. Líkamar lágu á jörðinni eftir árásina án þess að bráðaliðar næðu til þeirra vegna hættu á frekari árásum Ísraela, að sögn fréttaritarans. 

Al Jazeera hefur staðfest myndefni sem dreift var á netinu þar sem afleiðingar árásarinnar eru ljósar. Á því má sjá tugi látinna og særðra Palestínumanna sem verið er að bera af staðnum og koma á vörubíla, þar eð engir sjúkrabílar komust á staðinn. Fólkið hafði safnast saman á al-Rashid stræti en talið var að vörubílar með hveiti væru á leið á staðinn. 

Palestínumenn sem urðu vitni að árásinni segja það glæpsamlegt að þeir séu útsettir fyrir viðlíka ofbeldi, þegar þeir eru aðeins að reyna að nálgast mat fyrir fjölskyldur sínar. „Ég var búinn að bíða síðan í gær. Um klukkan hálf fimm í morgun byrjuðu vörubílarnir að koma á svæðið. Þegar við svo nálguðumst þá hófu ísraelskir skriðdrekar og herflugvélar skothríð á okkur, eins og þetta væri gildra,“ hefur Quds News Network fréttaveitan eftir Palestínumanni sem varð fyrir árásinni. 

„Ég segi við Arabaríkin, ef þið viljið að við verðum drepin, hví eruð þið að senda okkur neyðaraðstoð? Ef þetta heldur svona áfram þá viljum við enga aðstoð. Hver einasta bílalest þýðir aðra slátrun,“ sagði maðurinn einnig. 

Palestínumenn á Gaza, einkum í norðurhlutanum, hafa dögum saman leitað í örvæntingu að matvælum. Fregnir af sulti og vannæringu aukast dag frá degi. Forstjóri Kamal Adwan sjúkrahússins á Norður-Gaza greindi Al Jazeera frá því að sjö börn væru látin á sjúkrahúsinu af völdum vannæringar. Því sem næst engin neyðaraðstoð hefur borist til norðurhlutans svo dögum skiptir en hjálparstofnanir hafa gefist upp á að reyna að veita hana sökum hættu á árásum Ísraela og lögleysu sem ríkir á svæðinu. 

Kanadastjórn íhugar nú að koma neyðaraðstoð inn á Gaza með því að kasta henni niður í fallhlífum úr flugvélum. Jórdanski flugherinn gerði slíkt í síðustu viku og segir Ahmet Hussen, þróunarráðherra kanadísku stjórnarinnar, að ef af yrði myndi það verða gert í samstarfi við Jórdani og aðrar þjóðir sama sinnis. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí