Ísraelsher ræðst vísvitandi á blaðamenn – Flugskeyti skotið á starfsmenn Al Jazeera

Tveir starfsmenn fréttastofu Al Jazeera voru fluttir á Evrópska sjúkrahúsið á Gaza fyrir skömmu eftir að á þá var skotið með ísraelskum árásardróna. Gera þurfti bráðaaðgerðir á blaðamönnum sem voru við vinnu sína í Rafah, að afla frétta af hryllingnum sem linnulitlar loftárásir Ísraelshers síðasta sólarhring hafa valdið. Allt að eitt hundrað Palestínumenn hafa látist í sprengjuregninu síðustu 24 tímana. 

Al Jazeera fréttastofan greinir frá því að fréttaritari þeirra, Ismail Abu Omar, og myndatökumaður hans, Ahmad Matar, hafi verið við störf í norðurhluta Rafah borgar. Þar voru þeir að skrásetja þær ömurlegu aðstæður sem palestínskt flóttafólk býr við. Þar sem þeir voru við störf voru þeir miðaðir út af árásardróna og flugskeyti skotið á þá. 

Sjúkrahús starfsfólk neyddist til að aflima Omar, þar eð sprengjubrot sem lenti í fæti hans olli slíkum skaða að ekki var hægt að bjarga bregðast öðru vísi við til að bjarga lífi hans. „Það eru engar hömlur í þessu þjóðarmorðs stríði. Allir eru skotmark,“ segir í frétt Al Jazeera. 

Ráðist hefur verið á yfir eitt hundrað blaðamenn á Gaza frá 7. október, þegar Ísraelar hófu árásarstríð sitt. Í lok janúar fordæmdu Sameinuðu þjóðirnar slíkar árásir. Í yfirlýsingu fulltrúa Sameinuðu þjóðanna kom fram að upplýsingar hefðu borist um ítrekaðar árásir á blaðamenn þrátt fyrir að þeir væru vel merktir í jökkum og með hjálma merkta Press og einnig að ráðist hefði verið að þeim í bílum augljóslega merktum. „Þetta bendir til þess að morð, árásir og fangelsanir séu meðvitaðar og vísvitandi aðgerðir ísraelska hersins til að hamla fjölmiðlun og þagga niður gagnrýna umfjöllun,“ sagði í yfirlýsingunni. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí