Jarðeldar eyði Reykjavíkurflugvelli án þess að hraun þurfi að renna

Eldgosin á Reykjanesi hraða þeim fyrirætlunum að leggja af Reykjavíkurflugvöll. Umfangsmikla íbúðabyggð ætti að reisa í Vatnsmýrinni þar sem flugvöllurinn hefur staðið.

Þetta segir hagfræðingurinn Gylfi Magnússon. Reykjavíkurflugvöllur hefur verið bitbein um áratuga skeið og yrði forvitnilegur snúningur ef eldgosin dæma flugvöllinn út af kortinu eins og meirihluti landsmanna hefur lengstum stutt.

Gylfi segir blasa við að jarðeldarnir kalli á nýja hugsun í skipulagsmálum. Óráðlegt sé að teygja höfuðborgarsvæðið lengra til suðurs, inn á vellina hjá Hafnarfirði eða í áttina að Hellisheiði. Þá blasi við að brýnna sé en áður að taka flugvallarsvæðið undir byggð. Eins fljótt og auðið verður.

„Flugvallarsvæðið er tiltölulega öruggt svæði með tilliti til jarðhræringa og auðvitað mjög hentugt byggingarland,“ segir Gylfi á facebook.

Reykjavíkurflugvöllur er að hans sögn enginn alvöru varaflugvöllur fyrir Keflavík. Hugsa mætti sér uppbyggingu nýs flugvallar á suðvesturhorninu í stað Reykjavíkurflugvallar.

Gylfi, sem er prófessor í hagfræði, kemst þó að þeirri niðurstöðu að hraðlest til Keflavíkur myndi leysa það skarð sem Reykjavíkurflugvöllur skilur eftir sig.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí