Langstysti aðdragandi til þessa – háalvarlegur atburður

Svo virðist sem aðdragandi eldgossins í morgun hafi aðeins verið um 30 mínútur.

Vísindamenn höfðu varað við að fyrirvarinn gæti orðið styttri en áður. Hefur það nú gengið eftir og ítrekar mikilvægi rýminga og öryggis.

Skjálftavirkni hófst um 05.35. Gosið braust út hálftíma síðar. Trillusjómaður segist hafa orðið var við einn skjálfta úti á hafinu skammt frá strönd landsins. Síðan braust eldur upp og naut hann óvæntrar birtu við aðgerð á fiski, samkvæmt Rúv.

Ein stærsta spurningin er hvaða stefnu hraunið tekur, hvort húsin í Grindavík eru í hættu eða varnargarðar við Svartsengi.

Hraunið virðist ekki ógna innviðum sem stendur að talið er eftir því sem bæjarstjórinn í Grindavík, Fannar Jónsson, lýsti í samtali við Rúv. Hann segir um „háalvarlegan atburð“ að ræða. Virknin er á svipuðum slóðum og síðast þegar gaus. Hann telur ólíklegt að nokkur starfsemi verði í bænum á næstunni hvað þá búseta við svo búið.

Sprungan er frá Sundhnúk, hún er um 3ja kílómetra löng og ná eldstrókarnir upp í 80 metra hæð.

Myndina tók Halldór Guðmundsson úr Breiðholtinu og sýnir hún nánd viðburða við höfuðborgina, þótt fókusinn sé fyrst og fremst á högum Grindvíkinga sem stendur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí