Netanyahu segir hugsanlegt vopnahlé engu breyta um árás á Rafah

Vopnahlé milli Ísraela og Hamas-samtakanna mun aðeins seinka árás Ísraelshers á Rafah-borg. Þetta sagði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels í gær, sunnudag. Sömuleiðis sagði Netanyahu að allsherjar sigur myndi vinnast á svæðinu innann fáeinna vikna, eftir að sókn hersins myndi hefjast. 

Samningaviðræður um vikulangt vopnahlé voru í gangi í Katar í gær og staðfesti forsætisráðherrann það í viðtali við CBS fréttastofuna. Hann gaf þó ekkert upp um innihald hugsanlegs vopnahléssamkomulags. 

Egypska ríkissjónvarpið hefur eftir embættismönnum þar í landi að viðræður muni halda áfram í Kaíró og miði að því að hlé verði gert á átökum og að tugum gísla í haldi Hamas-samtakanna verði sleppt, sem og fjölda Palestínumanna úr ísraelskum fangeslum. 

Á sama tíma er ekkert lát á undirbúningi Ísraelshers fyrir árás á Rafahborg af landi. Þar eru nú um 2,3 milljónir Palestínumanna á flótta undan árásum ísraelska hersins. Vatn og matvæli er þar því sem næst engin að hafa, fólk lifir við hungurmörk og Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við yfirvofandi hungursneyð. Heilbrigðisþjónusta er hrunin, sjúkrahús eru flest lítt eða óstarfhæf, lyf eru uppurin og eldsneyti einnig. Mannúðarsamtök hafa varað við því að árás á borgina myndi leiða til áður óséðra hörmunga. 

Netanyahu hefur þrátt fyrir þetta sagt að hann muni leggja það fyrir ríkisstjórn sína í þessari viku að samþykkja áætlun um hernaðinn, sem muni innihalda brottflutning almennra borgara til annarra svæða á Gaza-strönd. Hvert það á að vera er þó fullkomlega óljóst, þar eð allir innviðir á Gaza eru hrundir, hvert sem litið er. Í norðurhlutanum er ástandið þannig að hjálparsamtök hafa gefist upp á að flytja þangað matvæli og neyðaraðstoð. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí