Notið aðeins einn rafmagnsofn segja Almannavarnir

Síðan neyðarástandi var lýst yfir á Suðurnesjum vegna heitavatnsskorts sem ógnar heimilum og heilsu íbúa, hafa Almannavarnir gefið út eftirfarandi varnaðarorð:

ÁRÍÐANDI TILKYNNING:

Biðlað er til íbúa Suðurnesja að nota alls ekki meira rafmagn til að hita húsin sín en það sem nemur einum litlum hitablásara.

Sé notað meira rafmagn eða fleiri ofnar er hætta á að skemmdir verði í þeim hverfum. Hverfin eiga þá í hættu á að rafmagn slái þar út og þær skemmdir tekur langan tíma að gera við,“ segir í tilkynningu Almannavarna.

Þá hafa Almannavarnir brýnt íbúa til að sýna meðferð gasofna aðgæslu.

Keflavíkurflugvöllur er orðinn heitavatnslaus. Röskun atvinnulífs veltur á hve langan tíma tekur að setja upp hjáveitukerfi sem kemur aftur á heitu vatni. Hús geta skemmst vegna ástandsins og vinnur veðrið ekki með Suðurnesjafólki, þar sem spáð er kulda næstu daga.

Þá gætu orðið vandamál með rafmagn. Of snemmt er þó að spá fyrir um slíkt, að sögn sérfræðinga sem Samstöðin hefur rætt við en allir viðmælendur eru sammála um að horfurnar séu tvísýnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí