Ríkisstjórnin gefst ekki upp á því að selja gullgæsina

Tilraunir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur til að selja Íslandsbanka hafa hingað til gengið illa, svo vægt sé til orða tekið. Síðasta tilraun endaði með því að Íslandsbanki var sektaður um 1,16 milljarða og Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra.

Þrátt fyrir það virðast ráðamenn staðráðnir í að selja bankann áður en kjörtímabilinu lýkur. Í dag birti Fjármála- og efnahagsráðuneytið drög að frumvarpi sem í stuttu máli veitir ráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur, heimild til þess að ráðstafa 42,5 prósenta eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Sú ráðstöfun mun felast í því að hlutur þjóðarinnar verði seldur á „markaðssettu útboði“.

Í samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að yfirlýst markmið með sölunni sé að „að lækka skuldir og vaxtabyrði ríkissjóðs sem ella þarf að fjármagna rekstur sinn með öðrum og kostnaðarsömum hætti“. Þessi rök halda þó varla vatni í ljósi ævintýralegs hagnaðar Íslandsbanka á síðustu árum. Í raun hefur bankinn verði gullgæs fyrir ríkissjóð.

Í febrúar árið 2022 var greint frá því að bankinn hefði grætt 23,7 milljarða árið áður og myndi skila yfir 50 milljörðum til hluthafa. Svo það árið runnu ríflega 20 milljarðar til ríkissjóðs. Gróði bankans árið 2022 var nokkuð minni, 24,5 milljarðar króna, en arðgreiðslur þó rausnarlegar. Það ár var 12,3 milljarða greiddur í arð. Fyrr í þessum mánuði tilkynnti bankinn að hagnaðurinn í fyrra hafi verið svo að segja sá sami, 24,6 milljarðar, og arðgreiðslur þær sömu, um 12 milljarðar.

Með öðrum orðum þá hefur bankinn malað gull og á einungis þremur árum fært ríkissjóði ríflega 30 milljarða króna. En samt er nauðsynlegt að selja hann sem allra fyrst.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí