„Þið hefðuð ekki viljað sjá Ísland standa á sviði með stoltum nasistum árið 1943“

Fyrri undankeppni í Söngvakeppnin sjónvarpsins fór fram í kvöld en margir hafa lýst því yfir að þeir munu sniðganga þá keppni. Að því tilefni er vert að rifja upp hvers vegna svo margir hafa tjáð slíka skoðun. Það gerir Þórdís Helgadóttir nokkuð vel í stuttum pistli sem hún birtir á Facebook. Hún skrifar:

„Söngvakeppnin byrjar í kvöld. Sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision, ef hann neitar mun atriðið í öðru sæti verða sent út og þannig koll af kolli. FÁSES, félag íslenskra Eurovision-aðdáenda, hefur skorað á RÚV að taka ekki þátt nema Ísrael verði vísað úr keppni. 500 íslenskir tónlistarmenn hafa skrifað undir sams konar áskorun.“

Þórdís bendir á að með því að taka þátt í Eurovision sé Ísland að setja sig í þá stöðu að fagna með fjöldamorðingjum. „Fjöldamorð Ísraelshers á börnum og almennum borgurum eru á skala sem ótrúlegt en satt hefur ekki sést á okkar dögum. Við erum að horfa á þjóðarmorð. Þetta gæti allt eins verið helförin að eiga sér stað í beinni útsendingu fyrir augunum á okkur,“ segir Þórdís og bætir við:

„Ef þið hefðuð ekki viljað sjá Ísland standa á sviði með stoltum nasistum árið 1943, sem þar að auki væru helstu stuðningsaðilar keppninnar og notuðu hana markvisst til þess að ljá landi sínu og stjórn þess lögmæti – vinsamlegast verið svo væn að færa þessa litlu fórn og sniðganga keppnina í ár.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí