Tvö ár frá innrás Rússa í Úkraínu

Þrír er látnir eftir drónaárásir Rússa á úkraínsku hafnarborgina Odessa við Svartahaf. Að minnsta kosti átta eru særðir. Tvö ár eru í dag síðan Rússar hófu allsherjar árás sína inn í Úkraínu. 

Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá innrásinni hefur hvorugum stríðsaðila tekist að ná verulegri framrás í sókn sinni, það er eftir upphaf stríðsins þegar Rússar náðu undir sig nokkru landsvæði. Víglínan hefur því lítt breyst mánuðum saman. 

Eins og greint var frá á Samstöðinni hefur trú Evrópubúa á sigur Úkraínu í stríðinu dvínað verulega. Aðeins 10 prósent hafa trú á að Úkraínumenn geti brotið innrásarherinn á bak aftur. 

Úkraína reiðir sig nánast algjörlega á hernaðarstuðning Evrópuríkja og Bandaríkjanna. Óvissa ríkir þó um áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna þar eð frumvarp um frekari og aukinn stuðning situr fast í fulltrúadeild þingsins þar ytra.  Bretar hafa, í tilefni tímamótanna, tilkynnt að þeir muni senda hergögn fyrir 245 milljónir punda til Úkraínu til að styrkja stórskotalið þeirra. 

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, kom í dag til Kænugarðs vegna tímamótanna. Á samfélagsmiðlinum X sagðist hún fagna ótrúlegri mótspyrnu úkraínsku þjóðarinnar. „Nú, sem aldrei fyrr, stöndum við þétt að baki Úkraínu. Fjárhagslega, efnahagslega, hernaðarlega, móralskt.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí