Tyrkir handtaka tugi meintra meðlima Gülen-hreyfingarinnar 

Tyrkneska lögreglan handtók á miðvikudag 67 manns vegna meintra tenglsa þeirra við trúarhreyfingu Fetullah Gülen, sem tyrknesk stjórnvöld hafa ítrekað ásakað um hryðjuverkastarfsemi. 

Innanríkisráðherra Tyrklands, Ali Yerlikaya, greindi frá handtökunum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Handtökurnar fóru fram vítt og breitt um Tyrkland, í fjórtán héruðum. 

Að því er ráðherran sagði voru sakirnar sem bornar voru á fólkið meðal annars þær að hafa ætlað sér að lauma sér inn í raðir hers og lögreglu. Þá voru aðrir handteknir eftir nöfn þeirra voru nefnd í yfirheyrslum lögreglu eða við réttarhöld yfir öðrum meintum stuðningsmönnum Gülen. Alls hafa yfir 6.000 manns verið handteknir í viðlíka aðgerðum frá því í júní í fyrra. 

Erdogan Tyrklandsforseti hefur haft horn í síðu Gülen og hreyfingar hans um árabil, allt frá árinu 2013. Þá kom upp á yfirborðið spillingarskandall mikill í Tyrklandi, þar sem sakamálarannsókn leiddi í ljós víðtæka spillingu, mútugreiðslur, peningaþvætti og smygl. Fjöldi háttsettra meðlima valdaflokks Erdogans, AKP, voru handteknir, sem og fjölskyldumeðlimir þeirra. Meðal þeirra sem voru til rannsóknar voru synir þriggja ráðherra í tyrknesku stjórninni. 

Stjórnvöld brugðust við með því að víkja 350 lögreglumönnum úr starf, þar á meðal yfirmönnum deilda sem rannsökuðu fjármálaglæpi, smygl og skipulagða glæpastarfsemi. Gülen lýsti aðgerðum stjórnvalda sem skandal og verið væri að hreinsa út úr röðum opinberra starfsmanna þá sem ekki færu í einu og öllu eftir línu Erdogans. Erdogan sjálfur, sem þá var forsætisráðherra, lýsti hins vegar spillingarrannsókninni sem byltingartilraun sem að baki stæðu þeir sem væru öfundsjúkir út í velgengni hans og sú byltingartilraun væri alþjóðlegt samsæri, skipulagt af Gülen og hreyfingu hans.  

Síðan þá hefur Erdogan lýst Gülen-hreyfinguna hryðjuverkastamtök og hefur hert þumalskrúfurnar jafnt og þétt, einkum eftir misheppnaða valdaránstilraun í Tyrklandi árið 2016 sem hann sakaði Gülen um að standa á bak við. Því hefur Gülen og hreyfing hans hafðneitað og neita því einnig að standa að baki nokkurri hryðjuverkastarfsemi. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí