Verulegar líkur eru á eldgosi
Verulegar líkur eru á eldgosi. Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands um horfur næstu daga í samtali við Morgunblaðið.
Landrisið við Svartsengi hefur verið á svipuðum hraða og verið hefur en nú hefur hægst á sem gæti verið vísbending um að gos sé handan við hornið.
Benedikt segir að um dagaspursmál gæti verið að ræða. Vakt sé á svæðinu dag og nótt.
Talið er líklegast að hraun komi næst upp á svæðinu frá Hagafelli að stóra Skógfelli.
Grindvíkingar notuðu gærdaginn til að bjarga verðmætum úr húseignum sínum sem margar hverjar eru illa farnar eða ónýtar.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward