Bíllinn miklu hættulegri en eldgos

Búast má við að eldgos getið brotist út á Reykjanesi hvenær sem er. 15 jarðskjálftar urðu undir kvikugangi við Svartsengi í nótt. Kvikusöfnun er orðin milli níu og tíu milljónir rúmmetra sem þýðir að fljótlega mun eitthvað láta undan að mati jarðvísindamanna.

Spurður um hættur þessara eldgosa segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur að ógnin sem fylgi eldsumbotunum á Reykjanesi sé allnokkur en velti á staðsetningu næsta goss.  

„Það má búast við endurteknu efni.“

Framtíðarval búsetu Íslendinga muni velta á hvernig landsmönnum líður með öryggi sitt.

Það hættulegasta sem við gerum þó frá degi til dags, segir Þorvaldur, er að setjast upp í bíl og fara út í umferðina. Líkur á að missa lífið í umferðarslysi eru miklu meiri en að deyja vegna jarðelda eða jarðskjálfta.

Lykilatriði sé góður undibúningur og þekking á hættum í umhverfi okkar að sögn Þorvalds eins og fram kom í viðtali við Samstöðina í þættinum Maður lifandi í gær.

Þorvaldur segir ástandið nú ekki bara erfitt og alvarlegt. Einnig hafi skapast ný tækifæri í mennta- og starfsmöguleikum ungra Íslendinga sem eru að velta fyrir sér framtíðinni. Fjöldi fólks kunni að fá vinnu vegna þeirrar stöðu sem er upp er komin, jafnt í raungreinum sem félagsgreinum. Ekki síst ef umbrotin á Reykjanesi standa yfir í árhundruð.

Sjá allt viðtalið við Þorvald hér:

Maður lifandi – Líðan landsmanna í eldsumbrotum – YouTube

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí