Búast má við að eldgos getið brotist út á Reykjanesi hvenær sem er. 15 jarðskjálftar urðu undir kvikugangi við Svartsengi í nótt. Kvikusöfnun er orðin milli níu og tíu milljónir rúmmetra sem þýðir að fljótlega mun eitthvað láta undan að mati jarðvísindamanna.
Spurður um hættur þessara eldgosa segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur að ógnin sem fylgi eldsumbotunum á Reykjanesi sé allnokkur en velti á staðsetningu næsta goss.
„Það má búast við endurteknu efni.“
Framtíðarval búsetu Íslendinga muni velta á hvernig landsmönnum líður með öryggi sitt.
Það hættulegasta sem við gerum þó frá degi til dags, segir Þorvaldur, er að setjast upp í bíl og fara út í umferðina. Líkur á að missa lífið í umferðarslysi eru miklu meiri en að deyja vegna jarðelda eða jarðskjálfta.
Lykilatriði sé góður undibúningur og þekking á hættum í umhverfi okkar að sögn Þorvalds eins og fram kom í viðtali við Samstöðina í þættinum Maður lifandi í gær.
Þorvaldur segir ástandið nú ekki bara erfitt og alvarlegt. Einnig hafi skapast ný tækifæri í mennta- og starfsmöguleikum ungra Íslendinga sem eru að velta fyrir sér framtíðinni. Fjöldi fólks kunni að fá vinnu vegna þeirrar stöðu sem er upp er komin, jafnt í raungreinum sem félagsgreinum. Ekki síst ef umbrotin á Reykjanesi standa yfir í árhundruð.
Sjá allt viðtalið við Þorvald hér: