Brýn þörf á að flytja 8.000 sjúklinga út af Gaza

Yfir 8.000 manns eru í brýnni þörf á að verða flutt út af Gaza-strönd til meðhöndlunar á sjúkrahúsum. Af þeim eru um 6.000 sárir af völdum stríðsins en aðrir 2.000 eru alvarlega sjúkir af lífshótandi sjúkdómum. 

Fulltrúi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) gagnvart Gaza og Vesturbakkanum, dr. Richard Peeperkorn, greindi blaðamönnum frá þessu í gær á blaðamannafundi í Genf, í gegnum fjarfundabúnað frá Jerúsalem. Meðal þeirra sem þurfa á flutningi að halda er fólk sem hefur orðið fyrir fjölþættum áverkum, bruna og hefur þurft að aflima. Aðrir þjást af krabbameini og öðrum alvarlegum, lífshótandi veikindum. 

Dr. Peeperkorn sagði að með því að flytja umrædda sjúklinga út af Gaza væri hægt að létta álagi af heilbrigðisstarfsfólki á svæðinu, og sjúkrahúsunum þar sem reynt er að halda úti starfsemi á stríðssvæðinu. Sjúkrahús í norðurhluta Gaza eru vart starfhæft og þau sem eru í suðurhlutanum eru aðeins starfhæf að hluta, sum vart. Matarskortur er alls staðar, skortur á eldsneyti, lyfjum, lækningavörum og súrefni. WHO, UNICEF og Læknar án landamæra hafa öll greint frá því að börn og fullorðnir hafi dáið og séu deyjandi af þessum sökum. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí