Enn ræðst ísraelski herinn á sjúkrahús – 30 þúsund manns sögð milli steins og sleggju

Ísraelski herinn réðst á al-Shifa sjúkrahúsið á Gaza í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá palestínsku stjórninni á Gaza réðust þungvopnaðir hermenn inn í sjúkrahúsið, studdir drónum og skriðdrekum, og hófu þar skothríð. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu á Gaza hefur er ótilgreindur fjöldi látinn og fleiri særðir í árásinni. Þetta er í fjórða skiptið sem ísraelski herinn ræðst á al-Shifa sjúkrahúsið frá því að árásarstríðið hófst 7. október, og fjarri því eina árásin sem gerð hefur verið á sjúkrahús á Gaza. 

Talsmenn Ísraelshers segja að Hamas-liðar haldi til í byggingum sjúkrahússins og noti þær sem bækistöðvar þaðan sem þeir haldi úti hryðjuverkaárásum. Ísraelsher hefur skotið flugskeytum á byggingar sjúkrahússins, meðal annars á skurðstofur þess. 

Í yfirlýsingum hersins kemur þó fram að hermönnum hafi verið fyrirskipað að fara að með gát í árásinni, og forðast að skaða sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk, almenna borgara og sjúkragögn. 

Ísraelski herinn hefur dreift flugritum þar sem fólki sem dvelur innan á bygginga sjúkrahússins og í næsta nágrenni er skipað að rýma svæðin strax. Talsmenn hersins höfðu þó áður lýst því að engrar rýmingar væri þörf. 

Að minnsta kosti 80 manns hafa verið tekin höndum inni á sjúkrahúsinu samkvæmt The Times of Israel. Ísraelski herinn segir að skotbardagi hafi brotist út og fjöldi Hamas-liða hafi verið drepnir eða særðir. 

Eftir því sem heilbrigðisráðuneytið á Gaza segir eru um 30 þúsund manns milli steins og sleggju í byggingum sjúkrahússins. Þar á meðal eru sjúklingar, sært fólk og heilbrigðisstarfsfólk, auk fjölda fólks á flótta sem hefur leitað þangað í nauðum sínum. Heilbrigðisráðuneytið segir enn fremur að árásin sé einbeitt brot á alþjóðalögum. 

Hamas hefur gefið út yfirlýsingu þar sem árásin er fordæmd. „Glæpir ísraelska hernámsliðsins munu ekki skapa nokkra ímynd sigurs fyrir Netanyahu og nasistahers hans,“ segir þar. Í sameiginlegri yfirlýsingu palestínskra samtaka segir að árásin sé áframhald á útrýmingarstríðinu gegn palestínsku þjóðinni, og gróft brot gegn öllum alþjóða samþykktum og lögum. 

Að minnsta kosti 31.726 Palestínumenn eru látnir og 73.792 er sárir eftir árásir Ísraela á Gaza frá 7. október. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí