Frjálshyggjuliðið sem vill selja Landsbankann „blóðsuga á þjóðarlíkamanum“

„Frjálshyggjuliðið, með 15-20% fylgi, vill selja allt sem ríkið á og segist vilja leggja andvirði eignanna í viðhald og uppbyggingu á innviðum þjóðarinnar frekar en að hafa fjármunina bundna í eignum, til dæmis bönkum.

Það vita allir að einkavæðingar virka ekki þannig.

Þær eru alltaf hugsaðar til að auðga fáeina flokksholla.

Ríkið á ekki að reka banka ….

Ríkið á ekki að reka tryggingarfélag ….

Ríkið á ekki að reka fjölmiðla …..

Alltaf sami söngurinn.

Allt rangt!

Ríkið á að reka hvaðeina það sem meirihluti þjóðarinnar vill að það reki!“

Þetta skrifar Björn Birgisson, þjóðfélagsrýnir úr Grindavík, en ljóst er að margir eru sammála honum. Nú virðist ekki duga þessum hópi sem Björn vísar í að ríkið selji Íslandsbanka úr eigu almennings, heldur vill sami hópi einnig selja Landsbankans til útvaldra. Björn bendir á að þessi hópur er mikill minnihluti meðal landsmanna.

„Frjálshyggjuliðið er ekki ríkið, það er blóðsuga á þjóðarlíkamanum! Leggur honum ekkert til. Sýgur bara úr honum lífsvökvann. Blóðið, fjármagnið. Siðlaust minnihlutalið,“ skrifar Björn og heldur áfram:

„Einkavæðingar hafa hingað til ekki skilað ríkinu neinu nema deilum og skiptimynt. Reyndar koma þær sölur alltaf út sem lögvarinn þjófnaður. Innviðir þjóðarinnar voru byggðir upp fyrir skattfé borgaranna. Að vilja fólksins. Þannig á það líka að vera. Fyrir sanngjarna skatta lagða á fólk og fyrirtæki eftir efnahag. Að ætla að selja þá innviði nú til að fjármagna viðhald annara innviða er jafn gáfulegt og að moka sífellt í botnlausa fötu í von um að fylla hana. Heimskulegri pólitík er ekki til. Fyrir skattfé á að byggja upp innviði.“

Hann bætir svo við að lokum: „Það þarf að uppræta frjálshyggjuna eins og holdsveikina forðum. Sú þjóðarhreinsun hefst í kjörklefanum næst þegar kosið verður.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí