Grindvíkingar segja stöðuna alvarlega og krefjast frekari úrbóta
Grindvíkingar krefjast inngripa yfirvalda við þeim vanda sem blasi við Grindvíkingum á húsnæðismarkaði. Staðan sé alvarleg og aðgerðir bankanna dugi ekki til.
Bæjarstjórn Grindavíkur, Félag eldri borgara í Grindavík, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að Grindvíkingar streymi inn á fasteignamarkað. Markaðurinn hafi verið mjög þaninn fyrir. Hækkun íbúðaverðs, óhagstæð lánakjör og há verðbólga þyngi allar aðstæður Grindvíkinga.
Samstöðin hefur flutt fréttir um að dæmi séu um Grindvíkinga sem hafast við í hesthúsum að næturlagi.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward