Hundruð þúsunda Evrópubúa munu deyja vegna loftslagsbreytinga

Hundruð þúsunda Evrópubúa munu deyja af völdum hitabylgja og efnahagslegur kostnaður hækkandi sjávarmáls getur orðið 150 billjónir króna, ef ekki verður brugðist mun harðar og mun fyrr við í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EEA) sem kom út í dag. Í henni segir að álfan sé ekki undirbúin undir þær sívaxandi hættur sem lofslagsbreytingar hafa í för með sér. Evrópa er það meginland í heiminum þar sem loftslag hitnar hraðast og stefnir í hörmulegar afleiðingar af þeim völdum. 

Í skýrslunni segir að nauðsynlegt sé að vinna að stefnumótun í tengslum við heilsugæslu, landbúnað og mikilvæga innviði, í ljósi þess að hitabylgjur og þurrkar sem áður voru sjaldgæfir atburðir í Evrópu séu nú æ algengari. 

Í skýrslunni kemur fram að yfir 60 þúsund manns hafi látist af völdum ofur hitabylgja í Evrópu árið 2022. Árið 2021 brunnu yfir 60 þúsund hektarar í skógareldum á Ítalíu sem kviknuðu af völdum hita og þurrka. Sama ár ollu flóð í Þýskalandi, Belgíu og Hollandi tjóni upp á 149 milljarða íslenskra króna og í fyrra ollu flóð í Slóveníu tjóni sem metið var að jafnvirði ríflega 10 prósenta af landsframleiðslu landsins. 

Ef ekki verið gripið til róttækra aðgerða nú þegar er raunveruleg hætta á að þær hættur sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér verði orðnar að hörmungum fyrir lok aldarinnar. Í skýrslunni segir að ólíklega muni draga úr þeim hættum jafnvel þó að heimsbyggðinni takist að ná markmiðum Parísarsáttmálans, um að hitastig hækki ekki umfram 1,5 gráðu á Celsíus  miðað við það sem var fyrir iðnbyltingu. 

Í síðustu viku greindi Samstöðin frá því að síðustu tólf mánuði hefði meðal hitastig í heiminum mælst yfir 1,5 gráðu markinu, í fyrsta skipti yfir svo langt samfleytt tímabil. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí