Írönsk stjórnvöld sek um glæpi gegn mannkyni

Stjórnvöld í Íran frömdu glæpi gegn mannkyni þegar þau börðu niður friðsamleg mótmæli í landinu haustið 2022. Þetta er niðurstaða sjálfstæðrar nefndar Sameinuðu þjóðanna sem skipuð var til að rannsaka ofbeldi og harðræði yfirvalda í Teheran. 

Mótmæli brutust víða út í Íran í september 2022 eftir dauða Möhsu Amini, 22 ára gamallar íransk-kúrdískrar konu, sem handtekin var fyrir að brjóta gegn ströngum siðgæðislögum varðandi klæðaburð kvenna. 

Í fyrstu niðurstöðum nefndarinnar, sem birtust í dag, kemur fram að margar gjörðir stjórnvalda og lögreglu gegn mótmælendum jafngiltu brotum gegn mannkyni, þar á meðal morð, fangelsanir, pyntingar, nauðganir og önnur kynferðisbrot, ofsóknir, þvinguð mannshvörf og fleiri ómanneskjuleg brot. 

Í skýrslunni segir að fólk sem hafi ekki gert annað af sér en að dansa eða þeyta bílflautur hafi verið handtekið og sætt hrottalegri meðferð. Hundruð barna, sum allt niður í tíu ára gömul, voru einnig tekin höndum.  

Írönsk öryggislögregla hafi beitt óþörfu og óhóflegu valdi, sem hafi leitt til dauða og limlestinga mótmælenda sem engu ógnuðu. Tugir manns voru blindaðir og þá fann rannsóknarnefndin sannanir fyrir því að fólk hefði verið tekið af lífi án dóms og laga. Í það minnsta níu ungir menn hefðu verið líflátnir, af handahófi, og tugir eigi á hættu aftökur í tengslum við mótmælin. 

Sanntrúverðugar tölur benda til að í það minnsta 551 mótmælandi hafi verið myrtur, þar af að minnsta kosti 49 konur og 68 börn. Flestir létust eftir að hafa verið skotnir. 

Írönsk stjórnvöld neituðu samstarfi við rannsóknarnefndina. Skýrsla hennar verður formlega kynnt Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hinn 15. þessa mánaðar. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí