Beiting piparúða í engu samræmi við tilefnið

„Þetta var rosalegt að sjá valdið hegða sér svona. Við erum að tala um friðsöm mótmæli og þá bregst löggan við með Að beita piparúða grimmt og sprauta í andlit mótmælenda. Sú  valdbeiting var í engu samræmi við tilefnið,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi.

Sanna var í hópi mótmælenda í morgun við Skuggasund þar sem félagið Ísland-Palestína stóð fyrir mótmælum. Eftir að nokkrir mótmælendur lögðust í götuna á sama tíma og ráðherra dreif að á bílum sínum til ríkisstjórnarfundar beitti lögrglan piparúða á fjölda manns.

„Það fylgdi enginn rökstuðningur en þeir vildu að fólk færði sig til.“

Piparúðabrúsarnir voru meiri að umfangi en gengur og gerist að sögn Sönnu.

„Það var rosalegt að sjá fólkið allt rautt í framan en það barst hjálparhönd frá starfsfólki Þjóðleikhússins sem kom með G-mjólk sem borin var á þolendur til að hjálpa fólki.“

Að sögn Sönnu voru lögreglumennirnir einnig mjög harkalegir þegar þeir kipptu í mótmælendur.

„Ég er enn í sjokki vegna þess að mér fannst engin ástæða að bregðast svona við. Þetta var svo mikil harka,“ segir Sanna í samtali við Samstöðina.

Í frétt Vísis segir að 10 mótmælendur séu sárir eftir piparúðann og hafi einn lögreglumaður slasast eftir að ráðherrabíll ók á hann. Lögreglan segir að mótmælendur hafi ekki farið eftir fyrirmælum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí