Ísraelsher ræðst enn á fólk sem bíður neyðaraðstoðar – 24 látnir hið minnsta

Að minnsta kosti 24 Palestínumenn eru látnir eftir að Ísraelsher gerði loftárás á bílalest með neyðaraðstoð á Gaza í gær, þriðjudag.  Árásin beindist að fólki sem hafði safnast saman í útjaðri Gazaborgar og beið eftir mataraðstoð. Samkvæmt lýsingum vitna réðust ísraelskar herþotur að fólkinu, sem var hluti af nefndum sem hafa verið settar á laggirnar til að auðvelda flutning á hjálpargögnunum innan borgarinnar. 

Eftir því sem WAFA fréttastofan greinir frá lýstu sjónarvottar því að fjöldi látinna og særðra hefði legið eftir á jörðunni eftir árásina. Vörubílar sem fluttu matvælin eyðilögðust í árásinni og verulegar skemmdir urðu á næsta nágrenni, svo öflugar voru árásirnar. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísraelsher gerir árásir á fólk sem bíður eftir bílalestum með neyðaraðstoð. Þannig léust 118 og 760 særðust í fjöldamorðum ísraelska hersins á óbreyttum borgurum sem biðu eftir matarsendingu 29. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt stjórnvöldum á Gaza hafa yfir 400 Palestínumenn látist í beinum árásum Ísraelshers á fólk sem bíður neyðaraðstoðar frá upphafi stríðsins. Á sama tíma er Gaza-strönd öll á barmi hungursneyðar. 

Tala látinna Palestínumanna frá upphafi stríðsins, 7. október, nálgast nú 32 þúsuns manns, og 74 þúsund eru særðir. Um 85 prósent íbúa á Gaza eru á flótta og árásir Ísraelshers hafa eyðilagt 60 prósent af innviðum á Gaza. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí