Ísraelski herinn snýr við bílalest með neyðaraðstoð til Gaza

Ísraelski herinn stöðvaði fjórtán vörubíla fulla af matvælum til neyðarhjálpar í norðurhluta Gaza í gær og sneri þeim til baka. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna segir að opna verði fyrir flutninga á neyðaraðstöð af landi til norðurhluta Gaza strandarinnar, ellegar skelli hungursneyð á svæðinu af fullum þunga. 

Matvælaáætlunin segir að stofnuninni hafi mistekist nálega algjörlega að hefja að nýju flutninga á matvælum yfir til norðurhluta Gaza. Í síðasta mánuði neyddist stofnunin til að stöðva matarflutninga þangað sökum þess að ekki var hægt að tryggja að hægt væri að dreifa matvælunum með öruggum hætti. 

Bílalestin var látin bíða í þrjá klukkutíma við Wadi Gaza varðstöð Ísraela í miðhluta Gaza, á leið sinni til norðurhlutans, áður en henni var snúið við. Á bakaleiðinni var bílalestin stöðvuð af stórum hópi örvæntingarfulls fólks sem tók til sín matvælin, um 200 tonn. Neyðin á er mikil á Gaza-ströndinni allri þegar kemur að matarskorti en verst í norðurhlutanum og umrædd matvæli munu því koma að miklu gagni, en ekki þar sem þeirra er mest þörf. 

Ísraelska fréttastofan Channel 13 hefur greint frá því að Ísraelsstjórn hyggist heimila flutninga neyðaraðstoðar til Gaza af sjó. Þeir flutningar verða fjármagnaðir og skipulagðir af Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Skip verður sent til Kýpur þar sem fulltrúar ísrealskra stjórnvalda munu kanna farminn og þaðan verður neyðaraðstöðin flutt til stranda Gaza. Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa farið fram á að fyrsta tilraun af þessu tagi hefjist þegar fyrir upphaf Ramadan mánaðar, sem hefst í næstu viku. 

Palestínska utanríkisráðuneytið hefur hins vegar krafist þess að allar landamærastöðvar verði opnaðar til að hægt verði að koma matvælum til Gaza landleiðina og fordæma aðgerðir Ísraela sem koma í veg fyrir matarflutninga inn á svæðið. Segir ráðuneytið að áhersla Ísraelsstjórnar á að heimila flutninga af sjó sé hluti af hernámi svæðisins, að með því sé verið að skilja enn frekar á milli Gaza og Vesturbakkans, auk þess sem þeir flutningar séu óraunhæfir í samhengi við að koma nægri aðstoð á svæðið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí