Kattahatur enn á Akureyri – Hafa í engin hús að venda: „Skammarlegt fyrir bæjaryfirvöld!“       

Samtökin Kisukot á Akureyri, sem sem beita sér fyrir því að draga úr vergangi katta, segja að allt stefni í að starfsemi félagsins verði engin á næstunni, því enginn vill veita þeim húsnæði fyrir ketti sem eru á milli heimila. Síðustu misseri hafa reglulega borist fréttir að norðan um sérkennilegan kattahatur sem virðist ríkja á Akureyri. Bæjarstjórnar Akureyrar virðist þá sérstaklega hafa horn í síðu katta og vildu banna þá fyrir nokkrum árum.

Ekki hefur þó enn tekist að flæma alla ketti frá Akureyri. En miðað við lýsingar Kisukots, þá eru kettir enn litnir hornauga fyrir norðan. „Bráðum verður liðið ár síðan Samtök um dýravelferð á Íslandi sendu áskorun á Akureyrarbæ um að styrkja við starfsemi Kisukots. Það voru nokkrir fundir haldnir með bænum í fyrra, sá síðasti 7. desember sl. Þá ítrekaði ég enn og aftur að mesta þörfin væri fyrir húsnæði. Það gengi bara ekki að reka Kisukot án þess,“ segja samtökin á Facebook og halda áfram:

„19. febrúar sendi ég þeim email þar sem ég hafði ekkert heyrt frá þeim síðan á fundinum. Svarið fékk ég 4. mars en þá var mér tilkynnt að ekki hefði fundist neitt húsnæði sem gæti hýst athvarfið. En þeir væru að skoða aðrar leiðir og það myndi vonandi skýrast fljótlega. Ég bíð því eftir svari með það. Það verður þó að segjast að það er frekar svekkjandi að í 20 þúsund manna sveitarfélagi sé ekki hægt að finna húsnæði fyrir heimilislausar kisur.“

Ekki eru þó allir á Akureyri ánægðir með þessa undarlegu afstöðu til katta. „Akureyrarbær er í fullri alvöru til háborinnar skammar þegar kemur að velferð dýra. Gerið betur,“ segir ein kona í athugasemd við færslu Kisukots meðan önnur segir: „Algjöra óásættanlegt og dæmi hver fyrir sig. Því miður er það ljóst að dýravelferð er ekki í forgangi hjá ákveðnum stjórnmálaöflum hér á landi.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí