Kjósendur samþykktu að borga 13. mánuðinn til lífeyrisþega

Margir stjórnmálaskýrendur segja þetta sigur fyrir félagsleg öfl.

Í sumum starfsgreinum er hefð að greiða út 13. mánuð, sem jafngildir einum heilum mánaðarlaunum til viðbótar. Slík greiðsla fékk samþykki til handa lífeyrisþegum í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss, sem haldin var sunnudaginn 3. mars.

Það er áhugaverð staðreynd að beint lýðræði í Sviss getur gengið gegn ráðleggingum hinnar mjög svo hægri sinnuðu ríkisstjórnar, eins og raun ber vitni um fyrir þessar kosningar. Ríkisstjórnin hafði áhyggjur af kostnaði, þrátt fyrir að Sviss teljist meðal ríkustu þjóða heims, og lífskjarakostnaður sé hár, einkum í borgum eins og Zurich og Genf.

Næstum þrír af hverjum fimm kjósendum í Sviss studdu tillöguna í atkvæðagreiðslu á sunnudag, meðan um þrír fjórðu höfnuðu tillögu um að hækka lífeyrisaldurinn úr 65 í 66 ár.

Hámarks mánaðarlegur lífeyrir í Sviss er á bilinu 326 til 413 þúsund íslenskar krónur (€2180-2760), sem nægir varla til framfærslu á nauðsynjum í þessu dýra landi.

Þar sem sjúkratryggingagjöldin hækka stöðugt eru þau auk þess skylda fyrir alla, því strögla eldri borgarar oft við að greiða þau. Konur, sem hafa gert hlé á starfsferli sínum til að annast fjölskyldu, og innflytjendur, sem komu til landsins fyrir áratugum til að vinna í iðnaði, þjónustu og heilbrigðisstofnunum, eiga sérstaklega erfitt uppdráttar.

Margir eldri borgarar halda áfram að vinna eftir sjötugt ekki af áhuga heldur af þörf, á meðan streita og kulnun eykst meðal yngri starfsfólks.

Tillagan um hækkun lífeyris kom frá verkalýðsfélögum en mætti andstöðu frá ríkisstjórn Sviss, þingi og fyrirtækjastjórnendum, sem töldu hana óframkvæmanlega.

Svissneskir kjósendur hafa áður sýnt vilja sinn til að hafna tillögum sem hafa fjárhagslegan ábata til almennings; þeir sögðu einu sinni nei við tillögu um aukaviku frí á ári. Því er ekki hægt að álykta að það sé eðli beins lýðræðis að kjósa með eigin hag. Samhengið virðist vera mun flóknara en svo.

Í þetta skiptið ákváðu þeir hins vegar að styðja aukalífeyrisgreiðslur árlega, nýttu sér valdið sem beint lýðræði veitir þeim. Tillagan hlaut nauðsynlegan stuðning atkvæða og meirihluta í flestum af 26 kantónum landsins.

Svissnesku eftirlaunasamtökin Avivo, sem standa vörð um hagsmuni núverandi og framtíðar lífeyrisþega, lýstu úrslitunum sem „sögulegum sigri fyrir eftirlaunaþega“.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí