Kolsvört staða hjá launafólki sem leigir

Ríflega 40 prósent launafólks á leigumarkaði segir að húsnæðiskostnaðar sinn sé þung byrði. Svipað margir segja að kostnaðurinn við húsnæði sé nokkur byrði, en einungis um 10 prósent segja að byrði húsnæðiskostnaðar sé ekki verulegur. Þetta kemur fram í nýlegri árlegri rannsókn Vörðu – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins um stöðu launafólks á Íslandi. Launafólk var spurt ýmissa spurninga varðandi húsnæðismál. Af þeim svörum að dæma þá er staða launafólks á leigumarkaði kolsvört.

Samkvæmt svörum launafólks þá eru langflestir að borga umtalsverðar upphæðir í leigu. Í skýrslunni segir: „Tæplega einn af hverjum tíu borga minna en 100 þúsund krónur í leigu (9,2%). Lítið hærra hlutfall borgar 101-150 þúsund krónur í leigu (16,4%). Ríflega fimmtungur greiðir 151-200 þúsund krónur mánaðarlega í húsleigu (21,3%) og lítið hærra hlutfall greiðir 201-250 þúsund krónur (22,2%). 17% leigjenda greiða 251-300 þúsund krónur mánaðarlega, 7% greiðir 301-350 þúsund krónur, 2,6% greiðir 351-400 þúsund krónur og 1% greiðir 401 þúsund krónur eða meira í húsaleigu.“

Fæstir leigjendur gera ráð fyrir öðru en óbreyttu ástandi samkvæmt skýrslunni. Yfirgnæfandi meirihluti býst ekki við öðru en að vera áfram á leigumarkaði. „Meirihluti svarenda telur frekar eða mjög ólíklegt að þeir kaupi eigið húsnæði í náinni framtíð (68,7%) en hlutfallið er hærra meðal kvenna en karla (71,3% á móti 66,6%). Að sama skapi eru einungis 15% sem telja mjög eða frekar líklegt að þau muni kaupa eigið húsnæði í náinni framtíð,“ segir í skýrslunni.

Engan ætti að undra að þetta ástand gerir það að verkum að launafólk á leigumarkaði á talsvert erfiðara með að ná endum saman. „Niðurstöðurnar sýna að hæst er hlutfall þeirra sem eru í eigin húsnæði sem eiga mjög auðvelt eða auðvelt með að ná endum saman (27,6%) en lægra meðal þeirra sem eru í leiguhúsnæði á almennum markaði og hjá óhagnaðardrifnum leigusamtökum (15,6% og 12,6%). Hæst er hlutfall þeirra sem eru í leiguhúsnæði hjá óhagnaðardrifnum leigusamtökum sem eiga erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman (30,5%) og því næst meðal þeirra sem eru á almennum leigumarkaði (22,4%) en lægst hjá þeim sem eru í eigin húsnæði (11,4%),“ segir í skýrslu Vörðu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí