Kristinn fagnar stuðningi kanslarans: „Fyrsti sem þorir að hafa þessa skoðun“
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist vona að óvænt stuðningsyfirlýsing Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, muni leiða til þess að Julian Assange verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Scholz lýsti sig fyrr í dag mótfallinn því að Assange verði framseldur.
„Stórfrétt úr minni baráttu. Olaf Scholz, kanslari Þýskaland lýsti því yfir í dag að ekki ætti að framselja Julian Assange til Bandaríkjanna. Hann er fyrsti pólitíski leiðtoginn í okkar heimshluta sem þorir að hafa þessa skoðun – og tjá hana.(Ef til vill fékk hann leyfi),“ segir Kristinn á Facebook.
Hann segir að yfirlýsingin gæti haft umtalsverð áhrif til lengri tíma litið. „Úr því ísinn er brotinn reikna ég með því að fleiri leiðtogar fylgi í kjölfarið og hlusti á þjóðarvilja í þessu máli. Krafan okkar er ekki aðeins að hindra þetta framsal – heldur að Biden stjórnin hætti þessum fordæmalausu pólitísku ofsóknum og felli niður ákæruna gegn Julian,“ segir Kristinn.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward