Menn ljúga því þeir séu að safna pening fyrir börn Hrafns
Hrafn Jökulsson var íslenskur rithöfundur, ritstjóri og aðgerðasinni en hann lést í september árið 2022. Bróðir hans, Illugi, varar nú almenning við því að menn séu að ganga á milli fólks og segjast vera að safna fé fyrir börn hans. Illugi segir að það sé einfaldlega lygi og þetta sé því í raun svikamylla.
„Hér er tilkynning sem má dreifa svo hún komi fyrir augu sem flestra,“ skrifar Illugi á Facebook og heldur áfram:
„Börnunum hans Hrafns bróður míns hefur borist til eyrna að einn eða tveir menn gangi um þessar mundir í hús eða gefi sig jafnvel að fólki á götum úti, biðji um fé og segist vera að safna peningum til styrktar þeim fjórum. Af því tilefni vilja þau að fram komi að engin slík söfnun er í gangi á þeirra vegum, þau vita ekkert um þetta og þeim væri heldur engin þægð í slíkri söfnun.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward