Mikil gasmengun við Bláa lónið

Há gildi brennisteinsdíóxíðs mælast nú við Bláa lónið. Engin starfsemi er á staðnum. Á sjöunda tímanum í morgun mældust loftgæði skaðleg og sökudólgurinn er vitaskuld eldgosið við Sundhnúksgíga, sem enn heldur velli.

Rúv hefur eftir Salóme Jórunni Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, að ef menguninni linnir ekki verði svæðisstjórn tilkynnt um stöðu mála.

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur varaði við gasmengun við Bláa lónið í fréttaviðtali við Samstöðina síðastliðinn föstudag. Hann vill að þar verði keyptir gasmælar og kallar jarðvísindamaðurinn á vernd fyrir starfsfólk og gesti.

Ferðamönnum hefur fækkað miðað við áætlanir vegna jarðeldanna. Ljóst er að gasmengunin bætir ekki úr skák.

Hraunstraumur er sunnan við Hagafell í vesturátt. Ríkjandi vindáttir á þessum árstíma eru þannig að líklegt er að þær verði starfseminni í Bláa lóninu óhagstæðar.

Eein spurningin er hve mikil áhrif það hefur á Ísland sem aðdráttarafl erlendra ferðamanna ef eituggufur ógna viðvarandi starfsemi í einni helstu náttúruperlu landsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí