Ný skýrsla segir Ísraela brjóta gegn úrskurði Alþjóðadómstólsins

Ísrael hefur ekki fylgt ákvæðum bráðabirgða niðurstöður Alþjóðadómstólsins í Haag heldur þvert á móti brotið gegn þeim. Það hafa Ísraelar gert með því að hamla sífellt og að ástæðulausu flutningi á neyðargögnum til Gaza-strandarinnar. 

Þetta er niðurstaða skýrslu mannúðarsamtakanna Refugees International (RI), þrátt fyrir yfirlýsingar Ísraelsstjórnar um annað. Ísraelar héldu því fram fyrir Alþjóðadómstólnum í janúar að ríkið hefði með virkum hætti bætt aðkomuleiðir og dreifingu hjálpargagna á Gaza. Rannsókn RI leiddi hins vegar í ljós að ísraelsk yfirvöld hefðu sett upp óþarfar hindranir, ófyrirsjáanlegt eftirlitskerfi og íþyngjandi skrifræði. 

Í niðurstöðu dómstólsins sagði að Ísraelum væri skylt að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að afstýra þjóðarmorði samfara árásarstríði sínu á Gaza. Það skyldi gert með því meðal annars að tryggja að neyðaraðstoð bærist óhindrað til svæðisins. 

Í skýrslunni segir einnig að fullyrðingar ísraelskra yfirvalda um að þau hafi aukið getuna til að koma neyðaraðstoð til Gaza stæðust ekki skoðun. Fjöldi bíla með neyðaraðstoð hefði helmingast í febrúar frá fyrri mánuði, samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum. Þá væru mikilvægar aðflutningsleiðir til norðurhluta Gaza lokaðar. Aðgerðir Ísraelshers kæmu þá í veg fyrir skilvirka dreifingu matvæla, vatns og annarra nauðsynlegra bjarga til svæðisins. 

Skýrslan byggir á viðtölum við opinbera starfsmenn, starfsmenn mannúðarsamtaka og tölfræðilegum göngum alþjóðastofnana og sjálfstæðra samtaka. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí